Síðasti séns að ganga frá valinu

Síðasti dagur til að velja áfanga fyrir haustönn 2022 er í dag, föstudaginn 18. mars. Allir nemendur sem ætla sér að vera í skólanum verða að ganga frá vali annars eiga þeir ekki vísa skólavist á næstu önn.

Föstudagspistill

Framhaldsskólanemendur við Nykøbing Katedralskole voru á Íslandi í nokkra daga og ákváðu kennarar þeirra ásamt kennara og 12 nemendum í dönskuáfanga í FMOS að skipuleggja smá hitting í Reykjavík. Markmiðið var að hittast í litlum hópum og ganga um miðbæinn og spjalla. Á dönsku, að sjálfsögðu!

Valtorg mánudaginn 14. mars

Mánudaginn 14. mars opnum við valtímabilið með valtorgi í matsalnum í verkefnatíma kl. 10:30. Kennarar verða í salnum og kynna áfangana sína. Allir nemendur sem ætla sér að vera í skólanum á haustönn 2022 verða að ganga frá vali á valtímabilinu, 14.-18. mars.  Þeir sem velja ekki eiga ekki vísa skólavist.

Umsóknarfrestur framlengdur

Ákveðið hefur verið að framlengja innritun eldri nemenda (fæddir 2005 og fyrr) til 10. júní vegna náms á haustönn 2022. Sótt er um í gegnum vef menntamálastofnunar með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

Úrvinnsludagur mánudaginn 7. mars

Úrvinnsludagur verður mánudaginn 7. mars. Öll kennsla fellur niður þann dag.

Starfsfólk FMOS á skyndihjálparnámskeiði

Fimmtudaginn 24. febrúar var starfsfólki FMOS boðið upp á skyndihjálparnámskeið. Um var að ræða tveggja tíma upprifjunarnámskeið en það voru hjúkrunarfræðingar frá fyrirtækinu Heilsuvernd sem mættu og sáu um fræðsluna og verklegar æfingar.