Opin stúdentsbraut, hestakjörsvið er 200 einingar og er meðalnámstími 6-7 annir. Brautinni er skipt upp í skylduáfanga, 107 ein. af kjarnaáföngum, 43 ein. af kjörsviðsáföngum og valáfanga 50 ein. Nemendur geta valið sér áfanga eftir áhugasviði af öðrum brautum skólans að uppfylltum skilyrðum um undanfara. Dæmi um valáfanga eru t.d. félagsfræði, saga, sálfræði, heimspeki, tungumál, kvikmyndafræði, listgreinar, líffræði, eðlisfræði, efnafræði og umhverfisfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir vinnumarkaðinn og/eða frekara nám á háskólastigi. Ákveðið hlutfall eininga þarf að vera á hverju þrepi: 1. þrep: 55 ein. hámark og 3. þrep: 60 ein. lágmark og þurfa námsferlar nemenda að uppfylla þau skilyrði.
Bent er á að við skipulagningu náms á opinni stúdentsbraut er mikilvægt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa.
Sérhæfing á hestakjörsviði undirbýr nemendur til að vera aðstoðarmenn í hvers konar hestatengdri starfsemi, svo sem á hestabúgörðum, við hestatengda ferðaþjónustu eða hjá öðrum sambærilegum fyrirtækjum. Hann sinnir helstu verkþáttum í hirðingu hesta og aðstoðar við þjálfun þeirra. Hann aðstoðar viðskiptavini í hestaferðum hjá hestatengdum ferðaþjónustufyrirtækjum og getur leiðbeint um grunnþætti hestamennsku.
Inntökuskilyrði:
Verkleg kennsla á brautinni eru töluvert dýrari en önnur verkleg kennsla (6 nemendur í hóp) og þess vegna þurfa nemendur að greiða sérstakt gjald vegna hennar, 60.000 kr. á önn. Einnig er nauðsynlegt að nemendur hafi hest til umráða. Verklega kennslan fer fram í reiðhöll Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ og hestar nemenda þurfa að vera í Mosfellsbæ á kennslutíma. Nemendur þurfa að greiða þann kostnað sem af því hlýst, þ.e. leigu á hesthúsi og fóður fyrir hestinn.
Lokamarkmið Opinnar stúdentsbrautar eru:
Að nemendur
- séu undirbúnir fyrir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi
- hafi öðlast virka meðvitund gagnvart umhverfi sínu, lært að njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt
- búi yfir frumkvæði, skapandi hugsun og sjálfstæði
- hafi hæfni til að tjá sig og eiga samskipti á íslensku og erlendum tungumálum
- séu vel undirbúnir fyrir frekara nám
- séu læsir á sjálfa sig og umhverfi sitt
- geti notað þekkingu sína og færni við lausn fjölbreyttra verkefna í lífi og starfi
Kjarnagreinar |
|
|
|
|
|
|
1. þrep |
2. þrep |
3. þrep |
Ein. |
Íslenska |
ÍSLE |
2MR05 |
2ED05 |
3NB05 |
3NJ05 |
3ÖL05 |
|
10 |
10* |
20 |
Stærðfræði |
STÆR |
2LF03
|
2FL02
|
2LÆ05
|
3TF05 |
|
|
10 |
5* |
15 |
Enska |
ENSK |
2OT05 |
2TM05 |
3EX05 |
3MB05 |
3HÁ05 |
|
10 |
10* |
20 |
Danska |
DANS |
2TL05 |
2LT05 |
|
|
|
|
10 |
|
10 |
Spænska |
SPÆN |
1BY05 |
1SP05 |
1ÞR05 |
|
|
15 |
|
|
15 |
Félags- og hugvísindi |
|
|
|
|
|
|
|
5* |
|
5 |
Lífsleikni |
LÍFS |
1ÉG03 |
1ÉS02 |
|
|
|
5 |
|
|
5 |
Umhverfisfræði |
UMHV |
2UN05 |
|
|
|
|
|
5 |
|
5 |
Tölvunotkun |
TÖLN |
1GR02 |
|
|
|
|
2 |
|
|
2 |
Náttúrufræði |
NÁTT |
2GR05 |
|
|
|
|
|
5 |
|
5 |
Lýðheilsa og íþróttir |
LÝÐH |
1HR01 |
1HR01 |
1HR01 |
1HR01 |
1HR01 |
5 |
|
|
5 |
Samtals kjarni: |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
107 |
Kjörsvið |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Hestamennska - bóklegt |
HEST |
1HE05 |
2FB05 |
|
|
|
5 |
5 |
|
10 |
Hestamennska - verklegt |
HEST |
1HV05 |
2FV05 |
|
|
|
5 |
5 |
|
10 |
Vinnustaðanám |
HEST |
2VN02 |
2VN03 |
2VN04 |
2VN06 |
2VN08 |
|
23 |
|
23 |
Samtals kjörsvið: |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
43 |
Frjálst val |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Nemendur þurfa að ljúka 50 einingum í vali og geta ráðið úr hvaða námsgreinum þessar einingar koma. Sjá nánar í áfangalýsingar og áætlun um hvenær við kennum hvaða áfanga. |
50 |
Samtals val: |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
50 |
Hámark ein. á 1. þrepi |
|
|
|
|
|
|
55 |
|
|
|
Lágmark ein. á 3. þrepi |
|
|
|
|
|
|
|
|
60 |
|
Samtals: |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
200 |
Athugið *-merkingar:
*Er í boði fyrir haustönn 2024 ef næg þátttaka fæst
Síðast breytt: 19. mars 2024