Upphaf vorannar 2025

Þá er kennsla komin á fullt í FMOS en fyrsti kennsludagur var í gær, miðvikudaginn 8. janúar. Töflubreytingar verða opnar út þessa viku eða til og með 10. janúar. Hægt er að segja sig úr áfanga til 28. janúar en eftir það hafa nemendur skuldbundið sig til að ljúka þeim áföngum sem þeir eru skráðir í. Við minnum á reglur um mætingar og verkefnaskil og biðjum nemendur um að kynna sér þær vel.

Við erum að taka í gagnið nýtt kennslulkerfi, Canvas, sem mun leysa Innu af hólmi smátt og smátt. Á vorönninni verða hluti hópanna sem nemendur eru í á kennslukerfi Innu og hluti á Canvas. Canvas býður upp á mun fleiri möguleika en kennslukerfið í Innu og er það kerfi sem háskólarnir eru að nota. Inna heldur þó áfram utan um mætingar, námsferla, stundatöflur og fleira.