Skólastarf í FMOS hefst föstudaginn 7. janúar n.k. kl. 8:30 samkvæmt stundaskrá. Allir nemendur skólans hafa fengið tölvupóst frá skólameistara með upplýsingum um upphaf vorannar og sóttvarnarreglur.
Vegna stöðu Kórónuveirufaraldursins í samfélaginu er því miður líklegt að einhverjir starfsmenn og nemendur lendi í sóttkví eða einangrun. Til að lágmarka áhættuna er mikilvægt að allir passi upp á persónulegar sóttvarnir; þvo og spritta hendur, virða eins metra regluna og muna að það er grímuskylda í skólanum.
Ef nemandi lendir í sóttkví eða einangrun er nauðsynlegt að tilkynna það strax á skrifstofu skólans og síðan þarf að skila inn vottorði, vottorðið má nálgast á Heilsuveru. Nemendur sem eru í sóttkví/einangrun eru meðhöndlaðir eins og veikir nemendur. Þeir geta verið í sambandi við kennarann sinn og skilað verkefnum. Athugið að tímaverkefnum er ekki hægt að skila eftir að viðkomandi tíma lýkur. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á að fylgjast með námsáætlun og verkefnaskilum.
Ef kennari lendir í sóttkví mun hann sinna kennslunni í gegnum Teams/Discord og það er því mikilvægt að nemendur tryggi að þeir séu með virkan aðgang svo þeir missi ekki af kennslustundum.
Á meðan núverandi sóttvarnaraðgerðir eru í gildi er ekki hægt að bjóða upp á heitan mat í hádeginu en nemendur geta t.d. keypt samlokur, ávexti, mjólkurmat og drykki.