Frá og með þriðjudeginum 11. mars hættum við að nota Innu til að bóka viðtöl hjá náms- og starfsráðgjöfum og hjúkrunarfræðingi skólans og í staðinn nýtum við okkur Microsoft Bookings sem er hluti af Office365 pakkanum okkar. Nýja leiðin gefur foreldrum möguleika á að panta tíma og kerfið sendir sjálfkrafa áminningu til fólks um viðtalið 15 mínútum fyrir bókun. Einnig kemur þetta í veg fyrir að óvart séu bókuð viðtöl þegar námsráðgjafar erum bókaðir á aðra fundi þar sem nýja síðan les sig saman við Outlook dagatalið. Þar sem við getum ekki notað tvö kerfi samtímis tekur nýja síðan alfarið við strax í fyrramálið.
Bóka viðtal