Valtímabilið hefst mánudaginn 10. mars og er opið í viku, til föstudagsins 14. mars. Valið er rafrænt og fer fram í Innu. Allar leiðbeiningar og upplýsingar um brautir og áfanga eru hér í þessari frétt, sjá hnappana hér neðar, sem og undir Aðstoð í Innu. Nemendur geta leitað til FRAM kennara og umsjónarkennara en einnig til annarra kennara í verkefnatímum, náms- og starfsráðgjafa, áfangastjóra og aðstoðarskólameistara.
Áfangar í boði
Brautir
Leiðbeiningar
Allir nemendur sem ætla sér að vera í skólanum á haustönn 2025 verða að ganga frá vali á valtímabilinu, 10.-14. mars. Þeir sem velja ekki eiga ekki vísa skólavist á næstu önn.