Endurskiladagur

Þriðjudaginn 28. mars er endurskiladagur í FMOS. Þá er ekki kennt samkvæmt stundatöflu heldur gefst nemendum kostur á að vinna upp ákveðin verkefni í áföngum sínum í samráði við kennara sína. Vinnan skal fara fram undir handleiðslu kennara sem verða við samkvæmt eftirfarandi töflu. Gera má ráð fyrir því að kennarar verði almennt í sínum klösum þennan dag en þó kunna vera undantekningar á því. Þess vegna er best að vera í sambandi við þá kennara sem þið hafið hug á að hitta varðandi stofur.

Athugið að eftir þessa endurskiladaga verður ekki hægt að skila verkefnum sem unnin voru fyrir viðkomandi dag.