- Ætlast er til að nemendur sýni góða umgengni í skólanum og á lóð hans.
- Myndatökur og dreifing mynda af fólki í skólanum er ekki leyfð, nema með samþykki viðkomandi. Hópmyndir af viðburðum á vegum skólans eru þó leyfðar, en einstaklingar geta alltaf beðið stjórnendur um að myndir af þeim séu ekki birtar.
- Nemendur gæti þess vandlega að farsímar þeirra valdi ekki truflun á vinnufriði í skólanum.
- Matar og drykkjar má einungis neyta í matsalnum á 1. hæð.
- Auglýsingar varðandi skólahald og félagslíf nemenda eru leyfðar á veggjum skólans. Utanaðkomandi sem vilja auglýsa í skólanum eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu.
- Spjöll sem nemendur kunna að vinna á húsnæði skólans eða öðrum eigum hans ber þeim að bæta að fullu.
- Öll meðferð áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í skólanum og á samkomum og ferðalögum á vegum hans.
- Reykingar og önnur tóbaksnotkun (t.d. munntóbak og rafrettur) er bönnuð í skólanum og á lóð hans.
Síðast breytt: 13. september 2016