Kennarar

  • annast og bera ábyrgð á kennslu og undirbúningi hennar
  • annast og bera ábyrgð á námsmati í þeim áföngum sem þeir kenna hverju sinni og halda nemendum reglulega upplýstum um stöðu sína með leiðbeinandi námsmati, meðal annars samantekt í formi miðannarmats og lokamats áfanga
  • sjá um gerð kennsluáætlana, verkefna og prófa í samstarfi við aðra kennara
  • bera ábyrgð á að afla sér starfstengdrar viðbótarþekkingar
  • taka þátt í faglegu samstarfi í kennslugreinum sínum samkvæmt markmiðum skóla- og aðalnámskrá
  • sitja þróunarfundi, samstarfsfundi auk kennarafunda
  • huga að þverfaglegu samstarfi
  • vinna samkvæmt stefnu og hugmyndafræði skólans með því að nota fjölbreyttar og verkefnamiðaðar kennsluaðferð og námsmat sem stöðugt er í gangi. Aðferðirnar miðast við hugmyndir um leiðsagnarmat en eitt markmið þess er að gera nemendur meðvitaða um nám sitt og að nemendur taki ábyrgð á eigin námi
  • halda uppi heiðri kjarnaorða skólans sem eru umhverfi og auðlindir í víðum skilningi
  • annast og bera ábyrgð á skráningu mætinga nemenda sinna, almennri upplýsingagjöf og upplýsingagjöf vegna sjálfsmats skóla og skólanámskrár
  • hafa viðtalstíma fyrir nemendur sína og forráðamenn þeirra
  • sitja einn fund á ári með forráðamönnum ólögráða nemenda sinna.

 

Síðast breytt: 21. ágúst 2024