Fjármála- og skrifstofustjóri

Starf fjármála- og skrifstofustjóra tilheyrir þjónustusviði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, næsti yfirmaður er skólameistari. Fjármála- og skrifstofustjóri hefur yfirumsjón með fjárreiðum skólans og skipulagi skrifstofu.

Verkefni fjármála- og skrifstofustjóra eru:

  • Innheimta skólagjalda og annarra tekna.
  • Móttaka, staðfesting og greiðsla reikninga.
  • Færsla og umsjón með fjárhags- og viðskiptamannabókhaldi skólans.
  • Færsla og umsjón með launabókhaldi í samstarfi við skólameistara.
  • Gerð fjárhags- og rekstraráætlana og eftirfylgd með áætlunum.
  • Gerð ársreikninga og verkefni tengd uppgjöri í samstarfi við Fjársýslu ríkisins.
  • Afstemmingar bankareikninga, fjárhags og viðskiptamannabókhalds.
  • Ábyrgð á eignaskrá.
  • Kaup á rekstarvörum vegna skrifstofu og umsjón með tilboðum og samningsgerð vegna kaupa á vörum og þjónustu.
  • Upplýsingagjöf tengd fjármálum skólans til stjórnenda.
  • Umsjón með bókhaldi nemendafélags, eftirlit með fjárreiðum, gerð ársreikninga og aðstoð við gjaldkera félagsins er varðar fjármál.
  • Afleysingar á skrifstofu í samstarfi við aðstoðarskólameistara.
  • Önnur verkefni í samráði við skólameistara.