Deildarstjóri á sérnámsbraut

  • ber ábyrgð á daglegu starfi sérnámsbrautar, mönnun, mætingum nemenda og agamálum
  • annast og ber ábyrgð á skipulagi og innra starfi sérnámsbrautar og hefur yfirumsjón með gerð einstaklings- og hópkennsluáætlana og verkefna
  • annast samskipti við Mennta- og barnamálaráðuneytið og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • skipuleggur val nemenda í samráði við kennara og nemendur
  • sér um stundatöflugerð í Innu í samvinnu við töflugerðarfólk
  • situr reglulega fundi með stjórnendum (2x í mánuði)
  • hefur umsjón með kennsluskiptingu og skipuleggur störf stuðningsfulltrúa
  • skipuleggur fundi með nemendum og forráðamönnum þeirra áður en nám á brautinni hefst
  • skilgreinir þörf fyrir breytingar á námi og vinnur að þróun náms á brautinni
  • fylgist með ástundun og mætingum nemenda og gerir viðeigandi ráðstafanir samkvæmt verklagi skólans. Hefur samband við forráðamenn ólögráða nemenda ef ástundun er ábótavant
  • sinnir innkaupum á búnaði/kennslugögnum sem varða daglega starfsemi

Síðast breytt: 21. ágúst 2024