Kennsluhættir

Kennsluhættir í FMOS einkennast af verkefnamiðuðum kennsluaðferðum og leiðsagnarmati sem fléttast saman í leiðsagnarnám.

Verkefnamiðaðar kennsluaðferðir felast í því að lítið er um beina kennslu líkt og fyrirlestra og í stað þess er virkni nemanda í fyrirrúmi. Inn á FMOS vefnum eru ýmis gögn og umfjöllun um kennsluhætti í anda FMOS.

Kennsluáætlanir
Allar kennsluáætlanir eiga að vera komnar á kennslukerfið áður en kennsla hefst.

Vettvangsferðir
Nemendur geta fengið strætómiða í upplýsingamiðstöð þegar um er að ræða ferðir á vegum skólans. Athugið að kennurum er óheimilt að taka nemendur í eigin bifreið ef þeir eru yngri en 18 ára, án skriflegs samþykkis foreldra eða forráðamanna.

Verkefnadagar í lok annar
Á verkefnadögum vinna nemendur lokaverkefni í hverjum áfanga og sýna þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa fengið með því að stunda námið í áföngunum. Vægi verkefnanna er yfirleitt 10-15%.

Stundataflan tekur stakkaskiptum á verkefnadögum þar sem hver áfangi er kenndur tvisvar, hálfan dag í einu. Stundatafla verkefnadaga liggur fyrir við upphaf annar og er að finna á kennslukerfi skólans auk þess sem kennarar fá hana senda í tölvupósti.

Bókalistar
Á seinni hluta hverrar annar ákveða kennarar bókalista fyrir næstu önn. Bókalistar eru í gagnagrunni í Innu og sér áfangastjóri um nýskráningar í hann. Kennarar þurfa að láta áfangastjóra vita ef skrá þarf nýjar bækur í gagnagrunninn. Kennarar tengja námsgögn sem búið er að skrá í Innu við áfanga á hverri önn. Huga þarf að því hvort hafa þurfi samband við bókaforlög tímanlega til að tryggja að bækur verði fáanlegar þegar kennsla hefst. Bókaforlög bjóða gjarnan upp á kennaraeintök af námsbókum sem hægt er að óska eftir í gegnum tölvupóst. Einnig má láta áfangastjóra vita af því ef kennslubækur eru ekki til í hljóðbókaformi hjá Hljóðbókasafni Íslands en hann sér um að safna þeim upplýsingum og koma áfram til HBÍ.

Trúnaður
Starfsfólk í framhaldsskóla er bundið trúnaði og óheimilt er að veita persónulegar upplýsingar um nemendur skólans. Minnt er á að upplýsingar um nemendur eldri en 18 ára má ekki gefa neinum að þeim forspurðum.

 

Síðast breytt: 27. ágúst 2024