Öryggiskerfi
- Aðgangskóði og lyklar fást hjá Umsjónarmanni fasteigna. Talnaborð öryggiskerfis er staðsett við starfsmannainngang.
- Á virkum dögum fer öryggiskerfi sjálfkrafa af kl. 7:00 og sjálfkrafa á kl. 22:00. Sé einhver í húsinu kl. 22:00 verður viðkomandi að vera tilbúinn við talnaborðið til að slökkva á því.
- Um helgar er kerfið ekki sjálfsvirkt og því þarf að tryggja að síðasti maður út úr húsi setji kerfið á. Við talnaborðið er dagbók sem er notuð utan hefðbundins vinnutíma. Þetta er gert til þess að þeir sem eru að fara geti séð hvort einhver sé inni. Sé strikað yfir öll nöfn er óhætt að setja kerfið á vörð.
- Ekki þarf að hugsa um að slökkva ljós, það er sjálfvirkt.
- Passa að það sem er opnað þarf að loka aftur. Mikilvægt að athuga glugga á kennarastofu áður en farið er út.
- Vera viss um að hurð í starfsmannainngangi sé læst.
- Athugið að á virkum dögum er húsið yfirfarið í lok dags þá er tryggt að allt sé lokað og læst. Sé eitthvað opnað eftir þann tíma verður að muna að loka og læsa þeirri opnun.
- Fari öryggiskerfi á, af einhverri ástæðu, og vælur í gang skal byrja á því að slá inn kóðann sinn og slökkva. Næst skal hringja í Securitas (símanúmer er á talnaborði) og tilkynna að kerfi í FMOS hafi farið í gang og tilgreina nafn sitt.
Séu einhverjar spurningar eða eitthvað sem snýr að húsinu, tæknimálum eða húsbúnaði skal hafa samband við umsjónarmann fasteigna, netfang og símanúmer má finna í listanum yfir ýmis hlutverk.
Skápar
Kennarar geta fengið læsta skápa sem staðsettir eru á kennarastofunni, upplýsingamiðstöðin sér um úthlutun skápa og lykla.
Mötuneyti
- Gott mötuneyti er í skólanum. Það er opið á milli kl. 8:30 - 14:30. Boðið er upp á heitan mat í hádeginu. Samlokur, boozt, grænmeti, ávextir, skyr og fleira er til sölu. Kennarar skrá vörur í þar til gerða möppu sem liggur frammi í mötuneyti og er upphæð hvers mánaðar dregin frá launum.
- Matseðill er gerður einu sinni í viku og birtur á heimasíðu og Facebook-síðu skólans.
Kennslueldhús er í listgreinaklasanum og nýtist það vel í kennslu t.d. á sérnámsbraut og tilvalið er fyrir kennara að nýta aðstöðuna ef námsefnið býður upp á það.
Sturta fyrir starfsfólk er á kennarastofu.
Síðast breytt: 23. september 2020