Kennarafélag FMOS
Hlutverk þess er að:
- Fara með málefni félagsmanna Kennarasambands Íslands er starfa við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ, í samráði við Félag framhaldsskólakennara.
- Standa fyrir faglegri umræðu meðal kennara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.
- Kjósa fulltrúa á fulltrúafund Félags framhaldsskólakennara, aðalfund Félags framhaldsskólakennara og á þing Kennarasambands Íslands samkvæmt 7. og 8. gr. laga Félags framhaldsskólakennara.
- Kjósa trúnaðarmenn.
- Kjósa fulltrúa í samstarfsnefnd skólans.
Stjórn kennarafélags FMOS og trúnaðarmaður er kosinn á hverju hausti.
Kennarar eiga einn fulltrúa í skólanefnd, tvo í skólaráði og tvo-þrjá í sjálfsmatshópi sem sér um innra mat skólans. Nánari upplýsingar um hlutverk er að finna í lögum um framhaldsskóla
Kennarasamband Íslands
Félag framhaldsskólakennara er eitt af sjö aðildarfélögum Kennarasambands Íslands með um 1.800 félagsmenn.
Hlutverk KÍ er m.a. að:
- Gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna,
- fara með samningsrétt um kaup og kjör félagsmanna,
- auka samstarf kennara og efla fag- og stéttarvitund,
- vinna að eflingu kennaramenntunar og símenntunar/starfsþróunar félagsmanna,
Kennarar eru sérstaklega hvattir til að kynna sér Vísindasjóð og sjúkrasjóð félagsins þar sem hægt er að fá endurgreiðslu og/eða styrki af ýmsu tagi.
Mörg fagfélög eru starfandi og halda gjarnan árleg endurmenntunarnámskeið.
Siðareglur kennara
Trúnaðarmaður kennara FMOS er Vibeke Svala Kristinsdóttir svala@fmos.is. Hlutverk trúnaðarmanns er aðallega að fylgjast með að farið sé eftir ákvæðum kjarasamninga og að réttur starfsmanna sé í hvívetna virtur á vinnustaðnum. Hann er tengiliður stéttarfélags og vinnustaðar og starfar í þágu félagsmanna stéttarfélagsins.
Starfsmannafélag FMOS
Mánaðarlegt gjald er 1.500 krónur. Ýmsar samkomur hafa verið haldnar á vegum starfsmannafélagsins, t.d. partý, árshátíð, leikhúsferð, jólahlaðborð, jólaball fyrir börnin, óvissuferð, sumarbústaðarferð, gönguferðir og grillveislur. Allar hugmyndir að skemmtilegum atburðum eru vel séðar. SFMOS er á Facebook undir FMOS-starfsfólk.
Starfsfólk skólans hefur sótt í endurmenntun og innblástur út fyrir landsteinana.
- Skólaheimsóknir í Boston 2011
- Upplýsingatækniráðstefnan Bett í London 2012, 2013 og 2017
- Skólaheimsóknir í Finnlandi 2014
- Ráðstefna í Genf 2014
- Skólaheimsóknir í Bretlandi 2016
- Ráðstefna í Boston 2017
- Ráðstefna í London 2017
- Skólaheimsóknir í Hollandi 2018
- Ráðstefna í Edinborg 2019
Laun
- Kjarasamningar FF og FS við ríki
- Stofnanasamningur
- Aðalnámskrá framhaldsskóla
- Reglugerð um starfslið og skipulag framhaldsskóla
- Lög um framhaldsskóla
Að lokum eru starfsmenn hvattir til að skoða vef skólans þar sem finna má ýmsar upplýsingar um skólann og skólastarfið, s.s. prakstískar upplýsingar, fréttir, stefnur og áætlanir ásamt skólareglum og ýmislegt varðandi nám og kennslu, www.fmos.is.
Síðast breytt: 13. maí 2024