Það eru tveir endurskiladagar á vorönn 2025, 12. febrúar og 4. apríl, þar sem nemendum gefst kostur á að vinna upp ákveðin verkefni í samráði við kennara. Vinnan skal fara fram í skólanum undir handleiðslu kennara en þeir verða í skólanum þennan dag.
Stundaskrá þessara daga er ekki ekki eins og venjulega, því hægt verður að vinna verkefni úr áföngum sem ekki eru almennt í kennslu þessa daga. Kennarar eru í klösunum á milli kl. 10 og 14 með matarhléi kl. 12. Sumir kennarar eru þó bara annað hvort kl. 10-12 eða kl. 12-14 og munu þeir upplýsa nemendur sína um það sérstaklega.
Athugið að eftir þessa endurskiladaga verður ekki hægt að skila verkefnum sem unnin voru fyrir viðkomandi dag.