Í vikunni 30. janúar til 3. febrúar verður öll kennsla, í hefðbundnum áföngum, á netinu.
Kennt verður samkvæmt stundaskrá en nemendur og kennarar geta verið þar sem þeim hentar hvort sem það verður heima við eldhúsborðið, á norðurpólnum eða tunglinu svo lengi sem netsamband er í lagi. Skólinn verður þó opinn fyrir þá nemendur og kennara sem hafa ekki aðra aðstöðu eða finnst einfaldlega bara notalegast að vera hér.
Kennarar munu kynna fyrirkomulagið í sínum áföngum en mest verður stuðst við Teams og Discord við rafræna kennslu.
Hér er myndband um það hvernig þið skráið ykkur inn á TEAMS
Hér eru leiðbeiningar um notkun á Teams
Hér eru leiðbeiningar um notkun á Discord