UPPE2BY05 - Uppeldisfræði
Í áfanganum er fjallað um samskipti við börn og unglinga. Áhersla er lögð á líðan, hegðun og félagsþroska barna og unglinga. Áhrif samfélagsins verða skoðuð vegna þeirra mismunandi uppeldisaðferða sem notaðar eru. Umræða fjölmiðla og ólíkar hugmyndir manna um uppeldismál eru skoðuð í ljósi breytinga í samfélaginu. Aðrir áhrifaþættir sem skoðaðir verða eru til dæmis áföll í bernsku og staðalímyndir kynjanna. Þá er fjallað um hvað þarf að hafa í huga til að ná árangri í samvinnu með börnum og unglingum í starfi s.s. í íþróttum, tómstundastarfi og skólum.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu uppeldisaðferðum
- helstu uppeldisfræðingum og kenningum
- helstu samskiptaleiðum við börn
- algengum greiningum barna eða vanda
- ólíkum bakgrunni barna
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina á milli mismunandi uppeldisaðferða
- beita mismunandi aðferðum í samskiptum við börn eftir ólíkum bakgrunni þeirra
- nota stöðu sína sem fyrirmynd til uppbyggilegra samskipta
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- leggja mat á hvaða samskiptaðferðir henta best við margvíslegar aðstæður og fyrir ólíka einstaklinga
- beita grundvallaraðferðum í eineltismálum
- taka þátt í rökræðum um uppeldismál
- meta eigin frammistöðu og vinnuframlag sem og annarra á gagnrýninn hátt
- setja fram þekkingu sína í ræðu og riti