TÖLN1MY05 - Tölvunotkun – Myndvinnsla og tölvuteikning
Í þessum áfanga er unnið í ýmsum myndvinnsluverkefnum með forritinu Gimp. Hannað og teiknað er í tvívídd með forritinu Inkscape. Hannað og teiknað er í þrívídd með forritinu Blender. Með Blender eru teikningar renderaðar sem kyrrar myndir og sem hreyfimyndir. Teikningar unnar í tvívídd verða notaðar til að búa til límmiða, límmiða á föt og brennt í við eða plexigler hjá Fablab. Þrívíddarteikningar verða prentaðar út með þrívíddarprentara í húsakynnum FMOS.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- á Inkscape, Gimp og Blender sem þarf að nota í námi, starfi og sér til ánægju
- þeim möguleikum sem tölvukunnátta getur veitt
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota Blender til að hanna hluti í þrívídd
- nota geometry nodes í Blender til að hanna hluti
- nota Blender til að búa til hreyfimyndir
- nota Inkscape til að hanna hluti í tvívídd
- vinna með myndir í Inkscape og búa til silhouttes
- vinna með myndir og breyta þeim í myndvinnsluforritinu Gimp
- nota þrívíddarprentara og kunna á nauðsynlegar stillingar hans
- nota sína eigin hönnun í vinylskera og laserskera í aðstöðu hjá fablab
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
- bera ábyrgð á eigin námsframvindu
- finna ný tækifæri til að læra meira á forrit áfangans
- leysa úr tölvuvandamálum með aðstoð netsins