TÖLF2IF05 - Inngangur að forritun

Í þessum grunnáfanga í tölvunarfræði er farið yfir grunnþætti sem tölvur byggjast á og hvernig þeir þættir vinna saman og starfa. Farið er í grunnþætti á forritunarmálinu Java með viðmótsforritinu Processing. Í Processing umhverfinu munu nemendur búa til ýmis forrit þar sem notast er við ýmis form, hljóð og myndir. Enn fremur er unnið í tölvuleikjavélinni Unity við gerð leikja í þrívídd. Unnið er með hreyfimyndir, hljóð og forritun í C#.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • uppbyggingu tölva
  • lykkjum og föllum
  • klösum
  • skipunum í Java forritunarmálinu með áherslu á form, myndir og hljóð
  • Unity umhverfinu
  • skipunum í C# fyrir Unity

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • setja skipanir á þann hátt þannig að tilgangur og tími til að keyra forrit séu sem best
  • nota Processing
  • læra á grunnþætti Java forritunarumhverfisins

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
  • bera ábyrgð á eigin námsframvindu
  • vinna í hóp með aðstoð tölva og netsins
  • finna ný tækifæri til að læra meira í forritun
  • leysa úr tölvuvandamálum með aðstoð netsins
  • búa til ýmsar tölvugerðar myndir í Processing
  • hanna og búa til tölvuleiki í þrívidd í Unity