STÆS1TÖ02 - Tölfræði

Áfanginn leggur áherslu á að nemendur læri tölfræði m.a. líkindareikning, meðaltal og miðgildi. Einnig fá nemendur þjálfun í að lesa úr ýmsum tegundum rita, svo sem súluritum og stöplaritum. Farið verður yfir það hvernig slík rit birtast m.a. í fjölmiðlum og hvernig þau nýtast okkur í daglegu lífi til að fá yfirsýn yfir mikið magn upplýsinga.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • líkindareikningi
  • meðaltali og miðgildi
  • meðferð hjálpartækja (síma, tölvu, vasareiknis)
  • að finna mismunandi aðferðir og lausnir út frá gefnum upplýsingum
  • ýmsum spilum og þrautum.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota algeng stærðfræðitákn
  • vinna með tölur á fjölbreyttan hátt
  • beita grunn reikniaðgerðum (samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu)
  • nota hjálpartæki (síma, tölvu, vasareikni,forrit)
  • beita viðeigandi aðgerðum og nota þær á réttan hátt.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • finna mismunandi aðferðir og lausnir út frá gefnum upplýsingum
  • setja fram tölulegar upplýsingar og skrá lausnir sínar á skipulagðan hátt
  • beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu
  • temja sér gagnrýna en um leið skapandi hugsun
  • tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð
  • nýta þau hjálpartæki sem bjóðast við stærðfræði daglegs lífs.