STÆS1RE04 - Grunnur hraðferð B
Í þessum áfanga er fjallað um algebru, jöfnur og grunnhugtök úr tölfræði. Áhersla er lögð á að þjálfa upp og læra ákveðin grunnatriði í stærðfræði með það fyrir augum að byggja upp sjálfstraust nemenda.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu grunnhugtökum í tölfræði
- notkun og úrvinnslu ýmissa tölfræðigagna
- aðgerðum á heilum tölum, forgangsröðun aðgerða og notkun sviga
- undirstöðuatriðum í algebru og hvernig bókstafir eru notaðir til þess að tákna stærðir.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- vinna úr og nýta tölfræðigögn
- einfalda algebrustæður
- liða einfaldar þáttastærðir
- þátta einfaldar liðastærðir
- leysa einfaldar jöfnur með óþekktri stærð.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- nota tölfræði í tengslum við raunveruleg úrlausnarverkefni
- nálgast lesefni á sjálfstæðan hátt
- lesa einfalda stærðfræðitexta
- geta unnið eftir fyrirmælum
- láta skýringar fylgja með útreikningum
- vanda alla framsetningu og nota stærðfræðitákn á viðeigandi hátt.