STÆS1PR02 - Prósentur

Í áfanganum verður unnið með prósentureikning þar sem lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér grunnaðferðir prósentureiknings og tengsl við verðlag.   Áhersla verður á prósentureikning með fjölbreyttri nálgun. Það verður m.a. gert með mismunandi verkefnavinnu, vettvangsferðum í verslanir, veraldarvefurinn verður notaður ásamt tilboðsbæklingum og spilum.  

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • prósentum
  • hækkuðu og lækkuðu verðlagi
  • meðferð hjálpartækja
  • að finna mismunandi aðferðir og lausnir út frá gefnum upplýsingum
  • spilum í spilastokki.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota algeng stærðfræðitákn
  • vinna með tölur á fjölbreyttan hátt
  • beita grunnreikniaðgerðum (samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu)
  • nota hjálpartæki
  • beita viðeigandi aðgerðum og nota þær á réttan hátt.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • finna mismunandi aðferðir og lausnir út frá gefnum upplýsingum
  • setja fram tölulegar upplýsingar og skrá lausnir sínar á skipulagðan hátt
  • beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu
  • temja sér gagnrýna en um leið skapandi hugsun
  • tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð
  • nýta þau hjálpartæki sem bjóðast við stærðfræði daglegs lífs.