STÆR2HL05 - Hornaföll og líkindafræði
Í áfanganum læra nemendur um talnamengi og kanna sérstaklega muninn á ræðum og óræðum tölum, ásamt eiginleikum mengja. Nemendur læra grunnatriði í líkindafræði. Einnig kynnast nemendur óendanleika talnalínunnar með því að skoða talnabil og lausnir ójafna með því að nota formerkjatöflur. Nemendur vinna með hlutföll í rúmfræði og kynnast hornaföllunum til þess að leysa rúmfræðileg verkefni. Nemendur fá æfingu í því að tengja saman hlutföll og vaxtareikning. Þá verður fjallað um velda- og rótareglur, útvíkkun veldishugtaksins, vísisföll og lograföll.
Áfanginn er kjarnaáfangi á öllum brautum skólans sem tóku gildi 1. ágúst 2024 og leysir af kjarnaáfangana STÆR2HH05 og STÆR2LÆ05