SPÆN1MS03 - Smá meiri spænska
Áfanginn er kenndu utan stundatöflu en ætlast er til að nemendur mæti í verkefnatíma einu sinni í viku í munnlega æfingu ásamt því að sinna heimavinnu. Í verkefnatímanum er einungis töluð spænska og áherslan lögð á aukna munnlega færni nemenda í spænsku. Fyrir utan verkefnatímanna vinna nemendur fjölbreytt verkefni sjálfstætt sem þau skila til kennara. Markmiðið er að auka orðaforða, þjálfa hlustun og lestur og auka málfræðifærni.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- grunnatriðum spænska málkerfisins
- menningu, mannlífi, samskiptavenjum og siðum spænskumælandi þjóða
- orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt, t.d. einfaldar leiðbeiningar, fyrirmæli og stuttar frásagnir
- lesa einfalda texta af ýmsu tagi í nútíð, náinni framtíð og núliðinni tíð og vinna úr þeim á mismundani hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
- skrifa stutta texta á spænsku með málfræðiatriðum og orðaforða sem unnið hefur verið með
- segja frá og lýsa liðnum atburðum og reynslu í stuttu máli
- nota meginreglur í málfræði
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja talað mál um kunnuglegt efni
- tileinka sér aðalatriðin í stuttum tímarits- eða blaðagreinum sem innihalda algengan orðaforða og geta dregið ályktanir af því sem hann les
- tjá sig munnlega við tilteknar aðstæður í samskiptum og beitt viðeigandi mál- og samskiptavenjum
- skrifa einfalda texta um hugðarefni sín, áhugamál og atburði