SÁLF3GS05 - Geðsjúkdómar og meðferð
Í þessum áfanga er fjallað um geðraskanir og algengustu flokka geðraskana, t.d. kvíðaraskanir, lyndisraskanir (þunglyndi og geðhvarfasýki), geðklofa, átraskanir (lystarstol og lotugræðgi), áfengissýki og lyfjafíkn. Farið er í helstu kenningar um orsakir geðraskana. Þá eru tekin fyrir helstu meðferðarform og hvað það merkir að vera andlega heilbrigður eða eðlilegur („normal“). Nemendur vinna fjölbreytt verkefni. Meginmarkmið áfangans er að nemendur öðlist dýpri skilning á hugtökum, kenningum og vinnubrögðum sálfræðinnar og geti beitt þeim.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hugtakinu heilbrigði og hvað felst í andlegu heilbrigði
- helstu flokkum og undirflokkum geðraskana
- mikilvægum meðferðarúrræðum
- helstu kenningum um orsakir geðraskana
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- fjalla um og bera saman sálfræðileg hugtök og kenningar
- greina geðraskanir og viðeigandi meðferðarúrræði í afmörkuðum tilfellum
- nota heimildir á viðurkenndan hátt
- nota ólík miðlunarform til að fjalla um og koma á framfæri sálfræðilegum viðfangsefnum
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti
- geta tekið þátt í umræðum um sálfræðileg málefni og myndað sér skoðanir sem byggjast á gagnrýnni hugsun
- afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér
- geta framkvæmt einfalda rannsókn og áttað sig á helstu niðurstöðum
- tileinka sér jákvæð og fordómalaus viðhorf
- beita öguðum vinnubrögðum, taka ábyrgð á námi og vinna í samvinnu við aðra
- hagnýta heimildir til að afla sér upplýsinga um sálfræðileg viðfangsefni.