Byltingar hafa fylgt mannkyninu um langa hríð og í samtímanum eru byltingar af einhverju tagi nánast daglegt fréttaefni. Í áfanganum eru helstu byltingar sögunnar skoðaðar og ástæður og afleiðingar þeirra greindar. Þær eru bornar saman og áhrif þeirra á nútímann eru metin. Einnig eru byltingar sem eru að gerast í kringum okkur í dag skoðaðar og greindar á sama hátt. Námsefnið er fjölbreytt. Fræðilegt lesefni, kvikmyndir af ýmsum toga, efni úr fjölmiðlum o.fl. Verkefnavinna nemenda er af ýmsum toga, meðal annars umræður þar sem nemendur ræða námsefnið og greina. Einnig eru fjölbreytt verkefni unnin í kennslustundum þar sem kafað verður dýpra ofan í ýmsa þætti lesefnisins. Í lok annar nýta nemendur þekkinguna sem þeir hafa aflað sér á önninni til þess að leggja mat á atburði í nútímanum.
Þekkingarviðmið
- hvað felst í hugtakinu bylting og öðrum tengdum hugtökum
- helstu byltingum í Íslands- og mannkynssögunni
- þeim ástæðum sem liggja að baki þeim
- afleiðingum þeirra og áhrifum á nútímann
Leikniviðmið
- lesa fræðilega texta jafnt á íslensku sem erlendum tungumálum
- afla sér heimilda á viðurkenndan hátt
- leggja mat á og túlka fjölbreyttar upplýsingar
- beita gagnrýninni hugsun
- nýta viðurkenndar heimildir til að miðla skoðun sinni á fjölbreyttan hátt
- taka þátt í upplýstum umræðum um námsefnið
Hæfnisviðmið
- geta tjáð skoðanir sínar á rökstuddan hátt í ræðu og riti
- geta beitt gagnrýninni hugsun á markvissan hátt
- leggja mat á það hvernig byltingar hafa mótað nútímann
- geta áttað sig á áhrifum byltinganna
- læra af fortíðinni
- geta sett fram efni með verklagi sagnfræðinnar á viðurkenndan hátt