SAGA3ÁS05 - Átakasvæði í heiminum

Áhersla er lögð á að skoða orsök, gang og afleiðingar þeirra átaka sem tekin eru til umfjöllunnar hverju sinni. Auk þess fá nemendur t.d. að kynnast þekktum einstaklingum sem tengjast átökunum, afskiptum og/eða afskiptaleysi helstu stórvelda heims, hvernig átökin hafa birst í fréttum á Íslandi og eftir því sem við á fá nemendur að velta fyrir sér hvaða leiðir eru færar til friðar.

Þekkingarviðmið

  • hvar viðkomandi átakasvæði eru
  • hver er sögulegur bakgrunnur átakanna
  • ólíkum sjónarhornum eftir því sem við á
  • hvaða öfl eru að verki og hvaðan þau sækja stuðning og fjármagn
  • hvort Ísland tengist eða hafi tengst viðkomandi átökum á einhvern hátt
  • helstu atburðum sem tengjast átökunum
  • afleiðingum átakanna

Leikniviðmið

  • meta gildi ólíkra heimilda eftir uppruna þeirra
  • nota fjölbreyttar leiðir til að afla upplýsinga
  • nota fræðileg vinnubrögð við þekkingaröflun sína
  • nota fjölbreyttar aðferðir til að miðla þekkingu sinni á efni áfangans
  • meta átök út frá eigin forsendum og skilningi
  • lesa fræðilega texta á íslensku og ensku og túlka merkingu þeirra

Hæfnisviðmið

  • gera sér grein fyrir afleiðingum átakanna fyrir íbúa þeirra svæða sem tekin eru til umfjöllunnar
  • átta sig á áhrifum átakanna á alþjóðastjórnmál og samskipti ríkja
  • geta tekið þátt í skoðanaskptum og rökræðum með samnemendum um efni áfangans
  • geta beitt gagnrýninni hugsun á markvissan hátt
  • meta hvaða möguleikar eru á lausn á viðkomandi átökum