NÁTT2GR05 - Vísindaleg vinnubrögð og náttúrufræðigreinar

Í þessum byrjunaráfanga er lögð áhersla á að nemendur kynnist náttúruvísindum, tækni og vísindum á fjölbreyttan hátt. Í áfanganum er m.a. líkanagerð, jarðfræði, líffræði, efnafræði, eðlisfræði, stjörnufræði, þróun jarðar, gervigreind og vélmenni skoðuð. 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • rannsóknaraðferðum í náttúru- og raunvísindum
  • helstu stjörnufræðilegum fyrirbærum
  • uppbyggingu frumu og virkni hennar
  • uppbyggingu atóms
  • uppbyggingu lotukerfisins
  • þróun mannsins
  • þróun aðstæðna á jörðinni frá upphafi
  • helstu hugtökum í vistfræði

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • búa til líkön
  • skrifa skýrslur í tengslum við verklegar æfingar
  • aðgreina efni í frumefni, efnasambönd og efnablöndur
  • nota lotukerfi
  • teikna upp frumu og frumulíffæri
  • nýta sér mælikvarða landakorta til að reikna út vegalengdir

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
  • vinna í hóp til þess að auka skilning á fyrirbærum náttúru- og raunvísinda
  • tengja þekkingu sína í líffræði og jarðfræði við umhverfi sitt og náttúru Íslands
  • framkvæma eðlisfræðitilraunir og gera greinagóðar skýrslur
  • meta framtíðarhorfur mannkyns með tilliti til þróunar á þróun tækni og vísinda