MYNL2MF03 - Myndbygging í málverki og fjarvíddarteikning
Blýantsbeiting, línuáherslur, ísómetría, samsíða fjarvídd, málsetning, hæð, breidd og dýpt, aðferðir við skyggingu, fjarvíddarteikning, sjónarhorn, sjóndeildarlína, myndbygging, myndmál, litur, sköpun, myndefni, persónuleg afstaða, hugmyndavinna.
Þekkingarviðmið
- notkun hringfara og mismunandi reglustikum til að teikna ávöl form
- hvernig beita á blýanti til að túlka mismunandi fjarlægð í ísómetríuteikningu
- staðsetningu hluta og lína nákvæmlega innan ísómetríuteikningar
- myndbyggingu í myndum sem eru í raunsærri fjarvídd
- þróun niðurstaðna úr skissuvinnuferli
- greiningu áhrifa litasamsetningar í mismunandi samhengi: ljóst, dökkt, veikt, heitt, kalt o.s.frv
- greiningu með vísan til táknfræði hvaða möguleg áhrif samsetnig lita og forma getur haft
- hlutfalli og spennu mannslíkamans
- verklegri færni við að teikna mannslíkamann
Leikniviðmið
- blanda liti í ólíkum tónum
- gera sér grein fyrir því hvernig myndefni getur breytt um útlit og inntak eftir því hvaða sjónarhorn er valið
- nýta sér hin ýmis efni til myndlistar
- leita sér heimilda og nýta sér þær
- sýna persónulega afstöðu í vali myndefna og úrvinnslu
- ræða opinskátt um hugmyndir sínar og samnemenda sinna
- skilja verklegra færni við að teikna mannslíkamann
Hæfnisviðmið
- byggja upp myndverk
- nýta reglur og form í eigin listsköpun
- beita gagnrýninni og skapandi hugsun og sýnt áræðni og frumleika við lausnir vinnu sinnar
- geta unnið á perónulegan hátt með eigin hugmyndir og útfært þær í myndverk með tilliti til lita-, formfræði og myndbyggingar
- dýpka skilning sinn á listrænni vinnu