MYNL2AM03 - Akrýlmálun

Nemendur dýpka þekkingu sína með verkefnum tengdum lita og formfræði, myndbyggingu og fjarvídd, ásamt því að kynnast mismunandi áferð og fjölbreyttum verkfærum fyrir akrýlmálun á pappír,viðarplötu og striga.Hugmyndavinna í vinnubók. Ætlast er til þess að nemandinn verði læsari á menningu samtímans og þá möguleika sem í boði eru.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • skapandi lausnaleit í gegnum tilraunavinnu
  • ólíkum aðferðum akrýlmálunar til sköpunar
  • að sjá fleiri og opnari möguleika í vinnuferlinu
  • sjálfum sér og hugsun í skapandi vinnu ásamt verklagi og umgengni með efni og áhöld
  • hvernig menning og listir tengjast atvinnusköpun og samfélagsþróun
  • gildi menningararfsins, hvort sem hann snýr að heimabyggð eða heiminum öllum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nýta sér skissubók í hugmyndavinnu
  • vinna með akrýlmálningu á pappír, striga og viðarplötu
  • nota mismunandi tækni og áhöld/verkfæri fyrir málun
  • virkja hugmyndaflugið og þar með sköpunarkraftinn
  • geta notið lista og skapandi starfs á margvíslegu formi
  • skiptast á skoðunum og eiga uppbyggileg samskipti

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • mála akrýlverk með fjölbreyttum aðferðum, efnum og áhöldum
  • vinna á persónulegan hátt með eigin hugmyndir og útfæra þær í myndverk með tilliti til lita-, formfræði og myndbyggingar
  • tileinka sér skapandi lausnahugsun í verkefnavinnunni
  • geta tjáð sig um eigin verk og annarra með opnum huga