MAME1KL03 - Kökur og list

Í áfanganum kynnast nemendur helstu listastefnum síðustu alda og vinna verkefni út frá þeim, bæði í formi myndverka og kökugerðar. Nemendur velja þrjár listastefnur sem þeim líst vel á og/eða ákveðin myndverk tengd þeim og gera tilraunir í teikningu/málun/textíl. Afrakstur/útkoma vinnunnar er síðan nýttur áfram í kökugerð/bakstur þar sem einkenni listastefnunnar er útgangspunktur. Nemendur kynnast klassískri og óhefðbundinni kökugerð varðandi form og skreyti og er áhersla lögð á frumleika og sjálfstæði í vinnubrögðum. Hugmynda/skissuvinna og ljósmyndun tilraunaverka fer fram jafnt og þétt alla önnina. Í lokin skila nemendur inn vinnubók og tilraunaverkum, ásamt lokaverkefni en í því er hægt að velja milli þess að gera myndverk eða köku undir áhrifum einhverrar af listastefnunum.

Þekkingarviðmið

  • Helstu listastefnum 18.-20.aldar
  • Meðferð akríllita, litablöndunar og myndbyggingar
  • Meðferð hráefna fyrir bakstur
  • Verklagi í bakstri
  • Skreytiaðferðum og formgerð fyrir kökur
  • Notkun og tilgangi hugmynda og skissubókar

Leikniviðmið

  • Nota vinnubók/skissubók og að skrá hugmyndir sínar niður
  • Beita sjálfstæðum vinnubrögðum og að vera vandvirkur í verkefnavinnu
  • Skipuleggja eigið vinnuferli
  • Setja fram hugmyndir sínar á munnlegan hátt og ræða þær opinskátt

Hæfnisviðmið

  • Í listræna vinnu og hverskyns sköpun
  • Sýna frumkvæði í verkefnavinnu og verkefnavali
  • Vinna með hugmyndir sínar á persónulegan hátt og sýna sjálfstæði
  • Nýta sér hversdagslega hluti í umhverfinu og nota þá í listsköpun
  • Beita gagnrýnni og skapandi hugsun og sýna áræðni og frumleika við lausnir vinnu sinnar
  • þroska færni sína og skilning á list og/eða hönnun