LISF1LI05 - Listir, þjóðfélag og menning
Listsköpun - listform, stefnur, hugtök og menning Áfanginn miðar að því að skoða listgreinar út frá ólíkum sjónarhornum. Nemendur fá innsýn í helstu stílbrigði listarsögunnar frá Impressjónisma – (1863-1905) til póstmódernisma. Rýnt verður í listfomin þrjú: sjónlist, leiklist og tónlist. Umræður og vangaveltur verða um áhrif stjórnmála, átaka, tækni, tísku, félags- og menningarleg samhengi á stílbrigði og tímabil. Nemendur vinna verk út frá stíltegund og stefnu þess tímabils sem fjallað er um. Áhersla er lögð á tilraunavinnu þar sem unnið er í og með ólík efni og miðla. Nemendur nota skissubók og leitast við að finna óvæntar og skapandi leiðir til úrlausnar verka sinna. Í þessum áfanga koma nemendur til með að vinna bæði inni í skólastofunni og úti í náttúrunni auk þess að fara í vettfangsferðir á sýningar, söfn og leiksýningu.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- skapandi lausnaleit í gegnum tilraunavinnu
- fjölbreytileika efna og aðferða til sköpunar
- að sjá fleiri og opnari möguleika í vinnuferlinu
- sjálfum sér, hugsun og verklagi
- hvernig menning og listir tengjast atvinnusköpun og samfélagsþróun
- gildi menningararfsins, hvort sem hann snýr að heimabyggð eða heiminum öllum
- að tileinka sér gagnrýna og skapandi lausnarhugsun og þar með öðlast færni í að miðla eigin hugmyndum og skoðunum
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- virkja hugmyndaflugið og þar með sköpunarkraftinn
- geta tjáð sig á ólíkan hátt með sköpun í gegnum ýmsa miðla
- geta notið lista og skapandi starfs á margvíslegu formi
- geta skipst á skoðunum og átt uppbyggileg samskipti við annað fólk
- að nota efni og úrvinnslu á fjölbreytilegan hátt
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- tileinka sér skapandi lausnarhugsun sem hann getur nýtt bæði í leik og starfi
- geta sýnt frumkvæði og skapandi hugsun
- geta greint ný tækifæri í umhverfinu
- geta notað fjölbreyttar aðferðir við að leysa viðfangsefni
- horfa á sköpun, myndlist og hönnun með opnum hug
- verða læsari á menningu samtímans og þá möguleika sem í boði eru