LÍSÉ1SF04 - Lífsleikni með áherslu á samfélagsmiðla, fjölmiðla og líðandi stund
Áfanginn fjallar um samfélagsmiðla, fjölmiðla og dægurmál. Notkunarmöguleikar, kostir og gallar miðlanna eru teknir fyrir. Fylgst er með fréttum líðandi stundar, fjallað um fjölmiðla sem fjórða valdið og hvaða þýðingu það hefur.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu samfélagsmiðlum og notkunarmöguleikum þeirra
- helstu tegundum fjölmiðla
- samfélagslegum gildum, siðfræði, mannréttindum og jafnrétti
- hugtakinu tjáningarfrelsi
- leiðum til að geta aflað sér upplýsinga um málefni líðandi stundar
- mikilvægi upplýstrar umræðu og skoðanaskipta
- gildi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi
- hættum sem tengjast fjölmiðlum nútímans.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita gagnrýnni hugsun
- forðast hættur samfélagsmiðla
- beita algengum samskiptareglum við mismunandi félagslegar aðstæður
- horfa gagnrýnið á auglýsingar og taka sjálfstæða afstöðu til auglýsinga
- nálgast mismunandi fjölmiðla óháð miðlunarformi
- draga aðalatriði út mismunandi fréttatilkynningum og endursegja
- nýta sér fjölmiðla og samfélagsmiðla sér til gagns og/eða gamans
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- nýta sér læsi í víðu samhengi
- taka þátt í samfélagi sem er í sífelldri þróun
- lesa í aðstæður og beita viðeigandi samskiptareglum
- meta upplýsingar um samfélagsleg málefni líðandi stundar
- vera meðvitaður um kosti og hættur samfélags- og fjölmiðla
- tjá sig um ýmis málefni sem fram koma í fjölmiðlum
- nýta sér upplýsingar frá fjölmiðlum á gagnrýnin hátt
- átta sig á framsetningu efnis í fjölmiðlum og gagnsemi fjölmiðla.