LÍFF3EÞ05 - Þeir hæfustu lifa

Í þessum framhaldsáfanga er þeirri spurningu velt upp hvernig lífið á jörðinni hefur þróast. Þróunarkenning Darwins verður skoðuð og ýmsar nýjar hugmyndir í þróunarfræði krufðar. Einnig verður erfðafræðin tekin fyrir og skoðuð í samhengi við þróun. Stiklað verður á stóru í sögu erfðafræðinnar, frá fyrstu hugmyndum um erfðir, gegnum Mendel, til erfðatækni nútímans. Meðal efnistaka eru gen, litningar, frumuskipting, víkjandi, ríkjandi og kyntengdar erfðir, stökkbreytingar og bygging DNA og RNA.

Þekkingarviðmið

  • grunnatriðum þróunarkenningar Darwins
  • náttúruvali
  • grunnatriðum Mendelskrar erfðafræði
  • litningum og genum
  • stökkbreytingum
  • byggingu DNA
  • grundvallaratriðum í erfðatækni
  • tengslum erfða og þróunar

Leikniviðmið

  • skilja hugtök í erfðafræði og þróunarfræði á íslensku og ensku
  • setja fram tilgátur um tilurð þróunarfræðilegra fyrirbæra
  • skoða ættartré til að rekja erfðir
  • meta erfðafræðilegar siðferðisspurningar á ábyrgan hátt
  • velja úr safni heimilda og nýta þær til að koma eigin texta til skila á skilmerkilegan máta.

Hæfnisviðmið

  • meta erfðafræðilegar og þróunarfræðilegar upplýsingar á gagnrýninn hátt
  • taka þátt í upplýstri umræðu um erfðatækni
  • skiptast á skoðunum við aðra um lausnir og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega í mæltu máli og myndrænt
  • dýpka skilning sinn á erfðafræði og þróun til gagns og ánægju