LÍFF2LM05 - Mannslíkaminn
Í þessum grunnáfanga líffræðinnar verður farið í helstu þætti í líkamsstarfsemi mannsins auk þess sem lífefnafræði er kynnt. Helstu áhersluþættir eru: grunnbyggingareiningar lífs, starfsemi fruma, skynfæri og líffærakerfi mannsins. Farið verður í taugakerfi, blóðrás, meltingu, stoðkerfi, húð, vöðva, ónæmiskerfi og æxlun.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- grunnatriðum í lífefnafræði
- starfsemi taugakerfis og hlutverkum boðefna
- hlutverki húðarinnar
- blóðrásarkerfinu
- meltingarkerfinu
- stoðkerfum líkamans og eðli hreyfingar
- helstu skynfærum mannsins
- ónæmiskerfinu
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa og vinna með líffræðileg hugtök á íslensku og ensku
- skoða vefi og líffæri
- meta samspil mismunandi líffærakerfa
- meta gagn og skaðsemi ýmissa efna fyrir líkamann
- velja úr safni heimilda og nýta þær til að koma eigin texta til skila á skilmerkilegan máta
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- auka skilning sinn á líkamanum og þáttum tengdum honum
- meta lífeðlisfræðilegar upplýsingar á gagnrýninn hátt
- skiptast á skoðunum við aðra um lausnir og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega í mæltu máli og myndrænt
- dýpka frekar skilning sinn á mannslíkamanum til gagns og ánægju