KYNJ3ÚT05 - Út um allan heim

Í þessum áfanga er fjallað um stöðu kynjanna víðsvegar um heiminn í nútíð og fortíð. Atriði sem geta verið tekin til umfjöllunar eru: völd og virðing kynjanna í ýmsum löndum, hlutverk kynjanna í stríði/átökum, fæðingarorlof, menntun kynja, konur í áhrifastöðum, mansal, samkynhneigð, jafnréttisbarátta og kynin á vinnumarkaði. Lögð er áhersla á umræður og lýðræðislega nálgun í kennslunni. Nemendur eru hvattir til að taka mikinn þátt og hafa áhrif á efnisþætti áfangans. Áfanginn byggir á virkni og þátttöku nemenda þar sem reynir sjálfstæð vinnubrögð jafnt í öflun efnis og miðlun þess.

Þekkingarviðmið

  • birtingarmyndum kynjaskekkju frá alþjóðlegu sjónarhorni
  • kynjakerfi í mismunandi samfélögum
  • stöðu kynjanna í nútíð og fortíð
  • sögu kynjabaráttu
  • helstu persónum og hópum sem koma við sögu

Leikniviðmið

  • meta jafnrétti útfrá menningarlegum gildum samfélagsins
  • rýna í menningu og áttað sig á stöðu kynjanna eins og hún birtist þar
  • afla sér heimilda á viðurkenndan hátt
  • nýta fræðilegt efni jafnt á íslensku sem erlendum tungumálum
  • nota fræðilegar heimildir á sjálfstæðan hátt
  • nýta viðurkenndar heimildir til að miðla efni á fjölbreyttan hátt

Hæfnisviðmið

  • tengja menningu samfélagsins, gildi og verðmæti við eigið líf
  • ígrunda viðhorf sín
  • setja sig í spor annarra
  • dýpka skilning á samfélaginu sem hann býr í
  • setja fram fræðilegt verkefni byggt á sjálfstæðri heimildarvinnu