KFRT3OT05 - Ofurhetjur og teiknimyndablöð
Áfanginn fjallar um kvikmyndafræði ofurhetjumynda, þróun þeirra í kvikmyndasögunni og áhrif á samfélagið. Einnig er saga teiknimyndablaða rakin og nemendur lesa mikilvægar teiknimyndasögur sem hafa haft áhrif á bæði teiknimyndablöð og kvikmyndir og fræðilegan texta. Einnig eru skoðaðar siðferðislegar og menningarlegar hliðar á hugmyndinni um ofurhetjuna og hvernig hún endurspeglar mannsálina á 21. öldinni.
Þekkingarviðmið
- mikilvægum kvikmyndafræðilegum hugtökum
- sögu teiknimyndablaða og ofurhetjunnar
- sögu og þróun ofurhetjumyndarinnar
- grunnaðferðum í greiningu kvikmynda og teiknimyndasagna
Leikniviðmið
- lesa fræðilegan texta
- endursegja og skýra fræðilegan texta
- beita gagnrýnni hugsun
- meta eigin rök og annarra
- tjá sig og hlusta á aðra
- tengja kvikmyndafræði við eigin reynslu og veruleika
Hæfnisviðmið
- geta miðlað skoðunum og fræðilegum athugunum á skýran hátt.
- geta greint kvikmyndir og teiknimyndasögur á fræðilegan hátt
- geta notað hugtök og aðferðir til að skilja og greint báða miðla betur
- geta beitt gagnrýnni hugsun á markvissan hátt á öllum sviðum lífsins
- geta borið saman ólíkar skoðanir og rök til að komast að sameiginlegri niðurstöðu
- geta tileinkað sér nýja þekkingu á markvissari hátt
- skilja betur heiminn og samfélagið sem hann býr í