ÍÞRF2BB02 - Þjálfari 2a

Áfanginn er allt í senn bóklegur, verklegur og vettvangsmiðaður. Kennt verður tvisvar í viku; einu sinni 50 mín. og einu sinni í 100 mín. Verklegi hlutinn: Í verklega hlutanum verður farið í reglur og kennsluhætti fjölbreyttra íþróttagreina. T.d fótbolti, handbolti, körfubolti, frjálsar íþróttir, blak, badminton og golf. Bóklegi hlutinn: Í bóklega hlutanum er farið í undirstöðuatriði og helstu reglur sem gilda um íþróttagreinarnar. Nemendur læra að byggja upp íþróttatíma, setja upp tímaseðla og kenna. Áfanginn er góður grunnur fyrir íþróttakennaranám.

Þekkingarviðmið

  • undirstöðuþáttum í greinum eins og fótbolta, handbolta, körfubolta, frjálsum íþróttum, blaki, badminton og golfi
  • helstu reglum í hverri íþróttagrein fyrir sig
  • helsta búnaði sem notaður er við iðkun á hverri íþróttagrein
  • orðalagi sem tengist hverri íþrótt.

Leikniviðmið

  • að leiðbeina samnemendum /yngri nemendum íþróttagreinum áfangans
  • að búa til og setja upp skipulagðan tímaseðil
  • að nýta sér fjölbreyttar aðferðir í kennslu og þjálfun íþrótta.

Hæfnisviðmið

  • að taka þátt í og/eða sjá um kennslu og þjálfun í íþróttum barna og unglinga sem leiðbeinandi
  • að taka þátt í og/eða sjá um kennslu og þjálfun í íþróttum barna og unglinga sem leiðbeinandi