Áfanginn er allt í senn bóklegur, verklegur og vettvangsmiðaður. Kennt verður tvisvar í viku; einu sinni 50 mín. og einu sinni í 100 mín. Verklegi hlutinn: Í verklega hlutanum verður farið í fjölbreyttar aðferðir í kennslu og þjálfun barna og unglinga í íþróttum. Nemendur eru bæði þátttakendur og leiðbeina hvort öðru. Farið verður á vettvang, þar sem nemendur horfa á íþróttakennslu barna og taka þátt í kennslu og undirbúningi íþróttakennslu á yngsta stigi. Bóklegi hlutinn: Í bóklega hlutanum er farið í grundvallaratriði sem einkenna góðan íþróttaleiðbeinanda. Nemendur læra að byggja upp íþróttatíma og setja upp tímaseðla. Farið verður í þroskaferli barna og unglinga og mikilvægi holls mataræðis. Nemendur kynnast einnig starfsemi íþróttafélaga og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Til þess að vinna sér inn A-stigs réttindi þarf nemandi að: - hafa skilað öllum verkefnum - vera með yfir 90% raunmætingu - hafa tekið virkan þátt í öllum æfingakennslunum Þeir sem ekki ná að uppfylla þessi skilyrði að fullu geta náð áfanganum án þess að öðlast réttindin.
Þekkingarviðmið
- mikilvægi þess að vera góð fyrirmynd barna og unglinga í kennslu
- mikilvægi góðs skipulags í kennslu og þjálfun barna og unglinga
- helstu grundvallaratriðum í þjálffræði og næringarfræði
- skipulagi og stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga
- þroskaferli barna og unglinga (líkamlegur þroski, hreyfiþroski, sálrænn þroski og félagsþroski) allt frá forskólaaldri upp í 18 ára aldur.
Leikniviðmið
- að búa til þjálfunaráætlun
- að búa til og setja upp skipulagðan tímaseðil
- að nýta sér fjölbreyttar aðferðir í kennslu og þjálfun íþrótta.
Hæfnisviðmið
- að taka þátt í og/eða sjá um kennslu og þjálfun í íþróttum barna og unglinga sem leiðbeinandi.