ÍSLS1ÞS04 - Þjóðsögur og draugasögur
Í áfanganum er fjallað um þjóðsögur og draugasögur. Lögð er áhersla á uppruna, einkenni og trúverðugleika þjóðsagna. Fjallað verður um þróun og boðskap þjóð- og draugasagna og gildi þeirra fyrir íslenskt samfélag. Nemendur lesa sögur og frásagnir og þjálfast sjálfir í að segja sögur. Áhersla er lögð á þjálfun í lestri, ritun, tjáningu og málnotkun á fjölbreyttan hátt. Lögð verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð auk samvinnu nemenda. Nemendur nýta sér hljóðbækur og talgervla við námið.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu einkennum þjóðsagna
- helstu einkennum draugasagna
- inntaki þeirra verka sem lesin eru
- gildi þjóð-og draugasagna í menningu
- þjóðsögum í nærumhverfi sínu
- því helsta sem þarf að hafa í huga þegar saga er sögð
- fjölbreyttum aðferðum við verkefnavinnu.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa þjóðsögur sér til gagns og gamans
- flytja sögur af nokkru öryggi
- fjalla um söguþráð úr þjóðsögum
- greina inntak þjóð- og draugasagna
- miðla þekkingu sinni á þjóðsögum í nærumhverfi
- tileinka sér fjölbreytt vinnubrögð
- nota talgervil, hljóðbækur og aðra tækni við námið.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- vinna frekar með þjóðsögur og draugasögur og efni þeim tengt
- skilja að þjóðsögur eru hluti af menningararfi Íslendinga
- flytja sögur af nokkru öryggi
- takast á við fjölbreytt verkefni á vandaðan hátt
- nýta þá tækni sem auðveldar námið.