ÍSLS1FS04 - Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar og skapandi skrif

Áfanginn fjallar um fjölmiðla, samfélagsmiðla og skapandi skrif. Fjallað er um ólíkar gerðir fjölmiðla og samfélagsmiðla, hlutverk þeirra, helstu kosti og annmarka. Nemendur fá reynslu af því að útbúa sjálfir fjölmiðlaefni. Nemendur vinna með margvíslegan texta og þjálfast í tjáskiptum, ritun og framsetningu efnis á fjölbreyttan hátt. Áhersla er lögð á þjálfun í lestri, ritun, tjáningu og málnotkun á fjölbreyttan hátt. Lögð verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð auk samvinnu nemenda. Nemendur nýta sér hljóðbækur og talgervla við námið.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • hlutverkum fjölmiðla og samfélagsmiðla
  • kostum og göllum fjölmiðla og samfélagsmiðla
  • notkun íslensku í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum
  • gerð fjölmiðlaefnis og efnis fyrir samfélagsmiðla
  • hugtakinu tjáningarfrelsi
  • ólíkum ritstílum
  • muninum á persónulegum boðskiptum og fjöldaboðskiptum
  • notkun hjálpargagna við ritun.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • greina hlutverk fjölmiðla og samfélagsmiðla
  • nota íslensku á viðeigandi hátt eftir miðlum
  • útbúa efni fyrir mismunandi gerðir miðla
  • greina muninn á persónulegum boðskiptum og fjöldaboðskiptum
  • nota talgervil, hljóðbækur og aðra tækni við námið.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nýta sér fjölmiðla og samfélagsmiðla á ábyrgan hátt
  • nota íslenskt tungumál á viðeigandi hátt eftir miðlum
  • tjá sig um hlutverk og inntak ólíkra miðla
  • koma hugðarefnum sínum frá sér með ritsmíðum
  • setja upp og ganga frá texta á viðunandi hátt
  • nýta sér talgervla og önnur hjálpartæki við lestur.