HLSE2FH05 - Fjölbreytt líkams- og heilsurækt

Áfangalýsing: Áfanginn er allt í senn bóklegur, verklegur og vettvangsmiðaður. Kennt verður þrisvar í viku; tvisvar 50 mín. og einu sinni í 100 mín Verklegi hlutinn: Í verklega hlutanum fá nemendur að kynnast fjölbreyttum aðferðum í líkams- og heilsurækt. T.d þjálfun á líkamsræktarstöð, ketilbjöllur, pilates, tabata, cross-fit, boot-camp, ólympískar lyftingar, kraftlyftingar, box, stafaganga og útihlaup. Gert er ráð fyrir að nemendur séu í íþróttafötum og taki virkan þátt í tímanum. Bóklegi hlutinn: Í bóklega hlutanum er farið í undirstöðuatriði, þjálfunarkerfi og búnað sem á við um þær þjálfunaraðferðir sem farið er í. Áfanginn er góður grunnur fyrir íþróttakennaranám og einkaþjálfaranám. Vettvangsnám: Nemendur fara á vettvang og fá að fylgjast með og/eða taka þátt í ólíkum þjálfunaraðferðum. Eftir hverja vettvangsferð skila nemendur inn skýrslum .

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi fjölbreytileika í þjálfun
  • ólíkum þjálfunaraðferðum
  • ólíkum þörfum einstaklinga
  • uppbyggingu þols og styrks miðað við ólík markmið.

Leikniviðmið

  • að leiðbeina samnemendum sínum í ólíkum þjálfunaraðferðum
  • að búa til og setja upp skipulagðan tímaseðil
  • að nýta sér fjölbreyttar aðferðir í líkams- og heilsurækt til að stuðla að bættum lífsstíl
  • að nýta sér þekkingu úr HEI1A05 til að mæla og meta árangur.

Hæfnisviðmið

  • að taka þátt í og/eða sjá um kennslu og þjálfun í fjölbreyttri líkams- og heilsurækt.