HLSE2BL03 - Heilsuefling, bættur lífsstíll
Áfanginn leggur áherslu á bættan lífsstíl.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mikilvægi fjölbreytileika í þjálfun
- ólíkum þjálfunaraðferðum
- ólíkum þörfum einstaklinga
- uppbyggingu þols og styrks miðað við ólík markmið
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- leiðbeina samnemendum sínum í ólíkum þjálfunaraðferðum
- búa til og setja upp skipulagðan tímaseðil
- nýta sér fjölbreyttar aðferðir í líkams- og heilsurækt til að stuðla að bættum lífsstíl
- nýta sér þekkingu úr HEI1A05 til að mæla og meta árangur
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- taka þátt í og/eða sjá um kennslu og þjálfun í fjölbreyttri líkams- og heilsurækt