HLSE1HH05 - Heilbrigt líf
Áfanginn bæði bóklegur og verklegur. Kennt verður þrisvar sinnum í viku; tvisvar 50 mín og einu sinni 100 mín. Bóklegi hlutinn: Áfanginn er undirbúningur fyrir þá sem hafa áhuga á almennri heilsueflingu; þjálfun og þáttum sem hafa áhrif á hana. Áfanginn er góður grunnur fyrir íþróttakennaranám og einkaþjálfaranám. Verklegi hlutinn: Verklegir tímar verða 3-4 sinnum yfir önnina. Nemendur þurfa að klæðast íþróttafötum og taka virkan þátt í tímanum.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- þolþjálfun
- liðleika
- styrktarþjálfun
- kraftþjálfun
- hraðaþjálfun
- æfingarkerfum og áætlunum
- mælingum
- helstu vöðvum og virkni þeirra
- helstu vítamínum og fæðubótarefnum
- skaðsemi stera á líkamlega og andlega heilsu
- offitu og megrunarkúrum
- átröskunum; anorexiu og búlemíu
- næringarfræði; prótein, fita og kolvetni
- matvælalæsi
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- að reikna út æfingarpúls fyrir brennslu og/eða þolþjálfun og vinna eftir honum
- að reikna út líkamþyngdarstuðul (BMI)
- lesa greinar og rannsóknir á gagnrýnin hátt
- að nálgast upplýsingar á veraldavefnum til þess að nýta sér í þjálfun
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- hanna æfingaprógram og framfylgja því með breyttan lífsstíl í huga
- taka sjálfstæðar ákvarðanir og vera gagnrýnin á upplýsingar er varða mataræði og hreyfingu