HEST2VV06 - Vinnustaðanám - Vinna við hendi

Nemendur vinna með þrjú hross og eru þau tekin út af fulltrúa Framhaldsskólans í Mosfellsbæ og vinnustaðakennara í upphafi annar og lok tímabils. Á tímabilinu þurfa nemendur að vinna markvisst með öll hrossin og kenna þeim æfingar við hendi og í hringteymingu. Vinna nemenda með hrossin þarf að vera hluti af þjálfunaráætlun þeirra. Nemendur eiga að fá að vinna með hrossin að lágmarki þrisvar sinnum í viku. Val á hrossum er unnið í samráði við vinnustaðarkennara ásamt vinnslu þjálfunaráætlunar. Gert er ráð fyrir að nemendur fari í gegnum allar æfingarnar með öll hrossin sem þeir fá úthlutað. Eðlilegt er að á miðju tímabili ráðfæri nemendur sig við vinnustaðarkennara um hvaða hross skal notað fyrir hvaða verkefni. Nemendur og vinnustaðarkennarar ákveða í sameiningu hvernig prófið fer fram, þ.e. röð atriða, hvar það er sýnt o.þ.h og skulu æfingarnar vera framkvæmdar eins og kennt var og sýnt í prófum við skólann.

Þekkingarviðmið

  • ábendingarkerfi knapa við hendi
  • aðferðum til að bæta eigið jafnvægi hestsins við hendi
  • náttúrulegu eðli og atferli hestsins og hvernig hestinum er kennt út frá því við hendi
  • einföldum fimiæfingum sem unnar eru við hendi og í hringteymingu

Leikniviðmið

  • lesa í viðbrögð hests hvort hann er heilbrigður eða þarfnast aðhlynningar
  • taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi eigið verklag í umgengni hesta
  • taka sjálfstæðar ákvarðanir í vali á þjálfunarbúnaði
  • gera einfaldar grunnæfingar sem unnar eru við hendi og í hringteymingu

Hæfnisviðmið

  • miðla þekkingu sinni og reynslu til annarra
  • vinna út frá forsendum hestsins með hestvænar aðferðir að leiðarljósi