HEST2VU04 - Vinnustaðanám - Umhirða og velferð 2
Nemendur vinna með tvö hross á þessu öðru tímabili vinnustaðanáms. Hrossin eru tekin út í upphafi tímabils af fulltrúa Framhaldsskólans í Mosfellsbæ og vinnustaðarkennara. Á tímabilinu hafa nemendur umsjón með öllu því sem viðkemur umhirðu hrossanna. Nemendur ráðfæra sig á viku fresti við vinnustaðarkennara um þjálfunaráætlun hestanna og velta upp spurningum varðandi framhaldið.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- grunnþörfum íslenska hestsins í fóðrun og umhirðu
- eðli og atferli hestsins og hvernig knapinn á að umgangast hann
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- tjá sig í umræðum um hesta á faglegum grundvelli
- lesa í viðbrögð hests hvort hann er heilbrigður eða þarfnast aðhlynningar
- vinna sjálfstætt
- flokka hesta í rétt holdastig og reikna fóðurþarfir þeirra
- greina líkamlega hegðun og skapgerð mismunandi hesta
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- miðla þekkingu sinni og reynslu til annarra
- sinna öryggismálum í sambandi við hesthús og umgengni við hesta