HEST2VN04 - Vinnustaðanám - Umhirða og velferð 1
Nemendur vinna með þrjú hross og eru þau tekin út af fulltrúa Framhaldsskólans í Mosfellsbæ og vinnustaðarkennara í upphafi annar og lok tímabils. Á tímabilinu hafa nemendur umsjón með öllu því sem viðkemur hrossunum fyrir utan þjálfunina. Nemendur þurfa að ræða við vinnustaðarkennara um þjálfun hrossanna svo hann viti hvort álag þjálfunarinnar hafi áhrif á fóðrun og fleira. Nemendur bera ábyrgð á því að fylgja hrossunum í öllu því sem þeim viðkemur. Nemendur ráðfæra sig á viku fresti við vinnustaðarkennara um þjálfunaráætlun hestsins. Hér þarf að velta upp spurningum eins og: Hverju er verið að vinna í? Er álagið í þjálfuninni að minnka eða aukast? o.s.frv. Út frá þessum þáttum eru fóðurþarfir ákveðnar í samráði við vinnustaðarkennarann.
Þekkingarviðmið
- grunnþörfum íslenska hestsins í fóðrun og umhirðu
- eðli og atferli hestsins og hvernig knapinn á að umgangast hann
Leikniviðmið
- tjá sig í umræðum um hesta á faglegum grundvelli
- vinna sjálfstætt
- flokka hesta í rétt holdastig og reikna fóðurþarfir þeirra
- útbúa fóðurplan samkvæmt holdfari hesta
- taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi eigið verklag í umgengni við hesta
- greina líkamlega hegðum og skapgerð mismunandi hesta
Hæfnisviðmið
- miðla þekkingu sinni og reynslu til annarra
- sinna öryggismálum í sambandi við hesthús og umgengni við hesta
- bera ábyrgð á daglegri umhirðu hesthúss og fylgja reglum varðandi hestahald
- vera sjálfstæður í vinnubrögðum í umgengni við hesta og bera ábyrgð á fóðrun og umhirðu þeirra