HEST2ÞR05 - Hesturinn - saga, menning og önnur hestakyn
Skoðað er hvernig þróun hestsins endurspeglast í sögulegum atburðum, landafræði og menningu ýmissa landa. Fjallað er um hvernig hesturinn hefur þjónað mannkyninu á ótal vegu sem leiðir til umfjöllunar um allan þann fjölda hrossakynja sem þekkjast í dag. Verkefnavinna er fjölbreytt og lögð er áhersla á framsögu og röksemdafærslu út frá staðreyndum.
Þekkingarviðmið
- þróunarsögu hestins frá frumhesti til nútíma hests
- áhrifum hestsins á þróunarsögu mannsins
- mismunandi hlutverki hestsins í gegnum aldirnar
- ganghestakynjum
- einkennum hestakynja eftir landsvæðum
Leikniviðmið
- nýta fræðilegt efni jafnt á íslensku sem og erlendum tungumálum
- beita gagnrýninni hugsun
- beita röksemdafærslu og draga ályktanir út frá staðreyndum
Hæfnisviðmið
- miðla þekkingu sinni til annarra
- beita gagnrýninni hugsun á markvissan hátt
- nota hópavinnu til þess að leysa stærri og umfangsmeiri verkefni
- sýna sjálfstæði í vinnubrögðum