HEST2JA05 - Járningar og hreyfifræði
Þessi áfangi er samblanda af verklegri og bóklegri kennslu. Hér verður farið ítarlega í hreyfifræði hrossa í ólíkum gangtegundum og hvernig járningar geta haft áhrif á hreyfingu hrossa. Farið verður ítarlega í líffræðina bak við járningar; hófann og fæturna. Nemendur fá svo verklega kennslu í grunnaðferðum járninga, þar sem lögð er áhersla á jafnvægi og heilbrigða hófa.
Þekkingarviðmið
- hugtökum sem tengjast hófum og fótum hestsins
- áhrifum járninga á hreyfingu hestsins
- líffræði hófa og fóta hesta
Leikniviðmið
- nýta fræðilegt efni jafnt á íslensku sem og erlendum tungumálum
- beita gagnrýninni hugsun
- beita röksemdarfærslu og draga ályktanir út frá staðreyndum
- beita grunnaðferðum í járningu
- greina hreyfingar og gagnlag hestsins
Hæfnisviðmið
- miðla þekkingu sinni til annarra
- beita gagnrýninni hugsun á markvissan hátt
- nota hópavinnu til þess að leysa stærri og umfangsmeiri verkefni
- sýna sjálfstæði í vinnubrögðum