HEST1HE05 - Umhirða og atferli - bóklegt
Áfanginn er bóklegur og í fyrri hluta hans er lögð áhersla á undirstöðuatriði í fóðrun, heilbrigði og umhirðu hesta. Nemendur munu öðlast góðan grunnskilning á atferli íslenska hestsins og þróunarsögu hans hérlendis, ásamt því að geta greint frá ýmsum fagfélögum sem starfa í þágu hestsins. Í seinni hluta áfangans verður fjallað um líkamsbeitingu hestsins, gangtegundir hans og grunnatriði í reiðmennsku knapans. Nemendur læra um öryggismál í hestaíþróttinni og sitja námskeið í skyndihjálp.
Þekkingarviðmið
- grunnþörfum íslenska hestsins í fóðrun og umhirðu
- eðli og atferli hestsins og hvernig knapinn á að umgangast hann
- gangtegundir íslenska hestsins og notkun þeirra
- þróunarsögu íslenska hestsins og hvernig íslensk náttúra hefur mótað hann
- líkama hestsins og hvernig hann beitir sér með og án knapa
- fræðunum sem liggja að baki einföldum fimiæfingum við hendi, í hringteyming og reið
- helstu atriðum skyndihjálpar og öryggismálum tengdum faginu
Leikniviðmið
- tjá sig í umræðum um hesta á faglegum grundvelli
- vinna sjálfstætt og í hópum
- flokka hesta í rétt holdastig og reikna fóðurþarfir þeirra
- greina líkamlega hegðun og skapgerð mismunandi hesta
- sjá mun á gangtegundum og líkamsbeitingu hesta með og án knapa
- bregðast rétt við slysum tengdum hestum og mönnum
Hæfnisviðmið
- miðla þekkingu sinni og reynslu til annarra
- hafa vald á helstu ásetum, taumhaldi og stjórnun á baki
- að sinna öryggismálum í sambandi við hesthús, búnað, umgengni við hesta og í reið
- beita helstu atriðum skyndihjálpar